Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 851, 132. löggjafarþing 380. mál: hafnalög (frestun framkvæmda o.fl.).
Lög nr. 11 13. mars 2006.

Lög um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003.


1. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða II í lögunum orðast svo:
     Þrátt fyrir 24. gr. þessara laga er ríkissjóði heimilt að styrkja framkvæmdir í höfnum, sbr. ákvæði um greiðsluþátttöku í eldri hafnalögum, nr. 23/1994, með síðari breytingum, til ársloka 2008. Þetta á við um framkvæmdir sem skilgreindar eru í siglingamálakafla samgönguáætlunar 2005–2008 og þær framkvæmdir sem koma inn í siglingamálakafla samgönguáætlunar 2007–2010 vegna endurskoðunar á áformum samgönguyfirvalda um að hafnir skuli jafnsettar á aðlögunartíma nýrra hafnalaga.
     Þrátt fyrir 26. gr. þessara laga er Hafnabótasjóði heimilt að veita styrk skv. 3. tölul. 1. mgr. 28. gr. laga nr. 23/1994 fram til 1. janúar 2009.

2. gr.

     Lög þessi taka þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 2. mars 2006.