Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 371. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 871  —  371. mál.




Frumvarp til laga



um breyting á lagaákvæðum um lífeyrissjóði.

(Eftir 2. umr., 6. mars.)



I. KAFLI

    Breyting á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda
og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum.

1. gr.

    Á eftir 2. málsl. 2. mgr. 20. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Lífeyrissjóði er heimilt að stofna til samstarfs við þá aðila sem standa að sjóðnum um innheimtu iðgjalda fyrir þá samhliða innheimtu lífeyrissjóðsiðgjalda. Slík innheimta má ekki hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir lífeyrissjóðinn.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 36. gr. laganna:
     a.      Í stað hlutfallstölunnar „65%“ í 3. tölul. 1. mgr. kemur: 75%.
     b.      Raðtalan „6.“ í 1. málsl. 4. mgr. fellur brott.
     c.      Á eftir 1. málsl. 4. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Eign lífeyrissjóðs í hlutabréfum fyrirtækja skv. 6. tölul. 1. mgr. skal ekki vera meiri en 60% af hreinni eign sjóðsins.
     d.      Í stað hlutfallstölunnar „50%“ í 2. málsl. 4. mgr. kemur: 60%.
     e.      1. málsl. 7. mgr. orðast svo: Með hreinni eign í 3.–6. mgr. er átt við hreina eign lífeyrissjóðs til greiðslu lífeyris samkvæmt síðasta uppgjöri sem hefur verið kannað eða endurskoðað af endurskoðanda.

II. KAFLI
Gildistaka.
3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.