Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 392. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 990  —  392. mál.




Tillaga til rökstuddrar dagskrár



í málinu: Frv. til l. um stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins.

Frá Jóni Bjarnasyni, Bjarkeyju Gunnarsdóttur, Kolbrúnu Halldórsdóttur,
Þuríði Backman og Ögmundi Jónassyni.


    Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs leggja áherslu á að raforka til almennra notenda og fyrirtækja sé mikilvægur þáttur almennrar grunnþjónustu sem á að reka á félagslegum grunni. Þau skref sem hafa verið stigin í markaðsvæðingu raforkukerfisins hafa þegar leitt til mikilla hækkana á verði raforku til neytenda víða um land, þvert á gefin loforð um annað.
    Hlutafélagavæðing Rarik er liður í yfirlýstum markmiðum stjórnvalda að einkavæða raforkukerfið og búa orku- og dreifingarfyrirtæki landsmanna undir sölu á almennum markaði. Þau áform eru andstæð hagsmunum almennings í landinu.
    Með vísan til framanritaðs vísar Alþingi máli þessu frá og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.