Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 764. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1113  —  764. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um námsbækur.

Frá Björgvini G. Sigurðssyni.



     1.      Hefur verið gerð úttekt á gæðum námsbóka í íslenskum skólum, og ef svo er, hverjar eru helstu niðurstöður hennar? Ef svo er ekki, stendur til að gera slíka úttekt?
     2.      Stendur til að ráðast í átak til að bæta námsbókakost í grunn- og framhaldsskólum?
     3.      Telur ráðherra bókakost í skólum landsins viðunandi eða góðan?