Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 609. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1230  —  609. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu Norðurlandasamnings um almannaskráningu.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta samning milli Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar um almannaskráningu sem gerður var í Stokkhólmi 1. nóvember 2004.
    Meginmarkmið hins nýja Norðurlandasamnings um almannaskráningu er að einfalda ferlið við flutninga fólks milli ríkja á Norðurlöndunum svo fólk geti fyrr notið réttinda og borið skyldur í nýja búsetulandinu. Gert er ráð fyrir því að tekin verði upp rafræn samskipti og hið svokallaða samnorræna flutningsvottorð lagt niður í núverandi mynd.
    Fullgilding samnings þessa kallar á lagabreytingar hér á landi og hefur dómsmálaráðherra þegar lagt fram lagafrumvarp þar að lútandi (þskj. 822, 567. mál).
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 19. apríl 2006.



Halldór Blöndal,


form., frsm.


Össur Skarphéðinsson.


Drífa Hjartardóttir.



Jón Gunnarsson.


Bjarni Benediktsson.