Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 662. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1231  —  662. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu samnings milli Ríkjasambandsins Sviss, lýðveldisins Íslands og Konungsríkisins Noregs um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna og viðmiðanir og fyrirkomulag við að ákvarða hvaða ríki skuli fara með beiðni um hæli sem lögð er fram í Sviss, á Íslandi eða í Noregi.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Högna S. Kristjánsson frá utanríkisráðuneyti og Jóhann Jóhannsson og Rósu Dögg Flosadóttur frá dómsmálaráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta samning Íslands og Noregs við Sviss um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna og viðmiðanir og fyrirkomulag við að ákvarða hvaða ríki skuli fara með beiðni um hæli sem lögð er fram í Sviss, á Íslandi eða í Noregi, sem gerður var 17. desember 2004. Samningurinn er þáttur í aðild Sviss að Schengen-samstarfinu og Dyflinnar-samningnum.
    Fullgilding samnings þessa kallar á lagabreytingar hér á landi og mun lagafrumvarp þess efnis verða lagt fram innan tíðar.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 19. apríl 2006.



Halldór Blöndal,


form., frsm.


Össur Skarphéðinsson.


Drífa Hjartardóttir.



Jón Gunnarsson.


Bjarni Benediktsson.