Ríkisútvarpið ohf.

Mánudaginn 15. janúar 2007, kl. 15:26:22 (3191)


133. löggjafarþing — 51. fundur,  15. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[15:26]
Hlusta

Frsm. meiri hluta menntmn. (Sigurður Kári Kristjánsson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Við hv. þingmaður erum einfaldlega ósammála. Ég tel eðlilegt að þegar þessir kjarasamningar renna út, árið 2008 hygg ég, taki við samningar hjá starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Ég ætla ekki að blanda mér í það. Hv. þm. Ögmundur Jónasson vill hins vegar gera það. Hann talar um mikilvægi þess að félagslegur réttur fólks sé virtur en persónubundinn samningsrétt þess á líka að virða. Það verður gert.

Þetta frumvarp tryggir þau réttindi sem ríkisstarfsmenn hafa fengið við breytingu á ríkisstofnunum í hlutafélög. (ÖJ: Tryggir þau tímabundið.) Ríkisstarfsmönnum á Ríkisútvarpinu er tryggður sami réttur og hjá öðrum stofnunum. Við hljótum að þurfa að fá svör við því, frú forseti, hvort hv. þm. Ögmundur Jónasson telji að ríkisstarfsmenn á Ríkisútvarpinu (Forseti hringir.) eigi að njóta ríkari réttinda en aðrir ríkisstarfsmenn. (Forseti hringir.) Það hlýtur að felast í orðum hans.