Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Þriðjudaginn 13. febrúar 2007, kl. 19:03:02 (4617)


133. löggjafarþing — 70. fundur,  13. feb. 2007.

rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

542. mál
[19:03]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Jón Sigurðsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ítreka það sem kemur fram í frumvarpinu, sem var niðurstaða þess starfshóps sem vann undirbúningsvinnuna að því, að fylgja fyrri lögmætum ákvörðunum, fylgja hæstu einkunnaflokkum í rammaáætlun sem grunni og starfa þannig áfram á þessu millibilstímabili, fjögurra ára tímabili. En ég endurtek að eftir er að taka fjöldamargar ákvarðanir. Flest í þessum verkefnum sem við erum að tala um er óstaðfest, er háð samþykki, staðfestingum og skipulagsvinnu í sveitarfélögum, a.m.k. á einum stað með allsherjaratkvæðagreiðslu. Ég veit ekki hvernig verður á öðrum stöðum. Það er því engin ástæða til að hlaupa upp í hræðslufár út af því.