Samgönguáætlun fyrir árin 2007--2018

Fimmtudaginn 15. febrúar 2007, kl. 12:19:16 (4799)


133. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2007.

samgönguáætlun fyrir árin 2007--2018.

575. mál
[12:19]
Hlusta

samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Eins og hv. þingmaður þekkir voru samþykktar hér á Alþingi sérstakar fjárveitingar til rannsókna í Bakkafjöru, 200 millj. kr. Það var í samræmi við tillögur sem ég hafði lagt fram og voru byggðar á grunni tillagna sérstakrar nefndar sem fjallar um samgöngur við Eyjar. Fyrsti kostur þeirrar tillögu var að kanna Bakkafjöru. Algerlega er unnið eftir þeirri samþykkt. Alþingi samþykkti fjárveitingar til að fara í Bakkafjöru og kanna hvort sú leið er fær. Það mun liggja fyrir um miðjan marsmánuð og þá verður tekin ákvörðun um framhaldið. Allt bendir til þess að framkvæmdir séu mögulegar í Bakkafjöru og þá liggur fyrir samþykkt Alþingis, um að hefja hönnun og undirbúning að framkvæmdum við Bakkafjöru. Spurningunni er því þegar svarað.