Samgönguáætlun fyrir árin 2007--2018

Fimmtudaginn 15. febrúar 2007, kl. 19:03:00 (4896)


133. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2007.

samgönguáætlun fyrir árin 2007--2018.

575. mál
[19:03]
Hlusta

Halldór Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Samkvæmt þeim tillögum sem hér liggja fyrir er gert ráð fyrir því að til Akureyrarflugvallar fari á næsta ári 370 millj. kr., og 200 millj. árið 2009. Þetta er til lengingar flugbrautar og aðflugsbúnaðar.

Það getur vel verið að það komi í ljós, líka vegna þess að það eru frekari fjárveitingar til flugvallarins annars staðar, að það megi bjóða flugvöllinn út á hausti komanda. Ég hef ekki kynnt mér það. Hann verður þá kannski tilbúinn ári fyrr. Ég veit ekki hvernig þessi kostnaður leggst. En ég get ekki leynt því að ég er mjög ánægður yfir að hafa náð því að fjárveitingar til lengingar flugbrautarinnar á Akureyrarflugvelli eru hér inni. Ég mun koma að Norðfjarðargöngum í síðari ræðu minni.