Virkjanaundirbúningur Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár

Miðvikudaginn 28. febrúar 2007, kl. 13:58:55 (5647)


133. löggjafarþing — 80. fundur,  28. feb. 2007.

virkjanaundirbúningur Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár.

632. mál
[13:58]
Hlusta

Ellert B. Schram (Sf):

Frú forseti. Hér fór fram stutt umræða um daginn um hinar meintu eða fyrirhuguðu virkjanir í neðri Þjórsá. Í þeirri umræðu tók til máls hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson og lýsti þeirri skoðun sinni ákaflega afdráttarlaust að eignarnám kæmi alls ekki til greina ef upp kæmi einhver annar ágreiningur um það hvort þar ætti að virkja eða ekki. Þetta fór ekkert á milli mála hjá þeim fáu hv. þingmönnum sem voru staddir í þingsal.

Ég held að núna í þessari umræðu sem fjallar sérstaklega um neðri hluta Þjórsár og væntanlegar virkjanir þar sé nauðsynlegt að hæstv. fjármálaráðherra láti í ljós skoðun sína á þessari afstöðu hv. þm. Einars Odds Kristjánssonar, (Forseti hringir.) að þingheimur fái að heyra hver skoðun (Forseti hringir.) ráðherrans er varðandi eignarnám eða ekki eignarnám.