Mælendaskrá í athugasemdum

Föstudaginn 09. mars 2007, kl. 10:54:35 (6042)


133. löggjafarþing — 85. fundur,  9. mars 2007.

mælendaskrá í athugasemdum.

[10:54]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseti vill benda hv. þingmönnum á 1. mgr. 56. gr. þingskapa. Þar segir að forseti gefi „þingmönnum venjulega færi á að taka til máls í þeirri röð er þeir beiðast þess þá er dagskrármálið er tekið fyrir. Þó getur hann vikið frá þeirri reglu við ráðherra, sem hlut á að máli, og framsögumann, svo og til þess að ræður með og móti málefni skiptist á, eða til þess að þingmaður geti gert stutta leiðréttingu eða athugasemd er snertir sjálfan hann“.

Þannig var mál með vexti að hv. formaður Samfylkingarinnar hafði óskað eftir að ræða þetta mál aftur og einn þingmanna úr flokki hennar vék í staðinn af mælendaskrá. Að sjálfsögðu getur forseti gefið ráðherrum, og einkum og sér í lagi hæstv. forsætisráðherra, tækifæri til að taka til máls.