Stjórnarskipunarlög

Mánudaginn 12. mars 2007, kl. 18:11:18 (6191)


133. löggjafarþing — 86. fundur,  12. mars 2007.

stjórnarskipunarlög.

683. mál
[18:11]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Herra forseti. Hæstv. ráðherra byggðamála fullyrti í umræðunni að verið væri að gerbreyta lagalegri stöðu og um einhverja grundvallarbreytingu væri að ræða, um auðlindanýtingu og fiskveiðiauðlindirnar. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra: Hvaða breyting verður fyrir t.d. leiguliða sem þarf nú að greiða 70% af því sem hann aflar sér fyrir leigu til að fá að nýta og renna fyrir fisk? Verður um einhverja grundvallarbreytingu að ræða fyrir þann sjómann? Verður einhver grundvallarbreyting fyrir þann sjómann sem hyggur á útgerð og þarf að borga tífalda ársveltu fyrir að fá að nýta þessa auðlind? Það væri fróðlegt ef hæstv. ráðherra greindi okkur nú frá því í hverju grundvallarbreytingin er fólgin. Það væri mjög fróðlegt, herra forseti.