133. löggjafarþing — 92. fundur,  17. mars 2007.

Náttúruminjasafn Íslands.

281. mál
[00:52]
Hlusta

Frsm. menntmn. (Sigurður Kári Kristjánsson) (S):

Herra forseti. Ég kem í ræðustól öðru sinni til að vekja athygli á því að á bls. 2 í nefndaráliti hefur slæðst inn örlítil villa. Þar er málsgrein sem hefst á orðunum „Í öðru lagi“ en ef menn skoða þann hluta nefndarálitsins, þá segir hérna í næstsíðustu setningunni: „Þá er lögð til orðalagsbreyting á 2. mgr. á rannsóknarhlutverki safnsins þannig að ljóst sé að það skuli stunda svokallaðar safnarannsóknir á starfssviði sínu.“ Textinn á að vera þannig að safnið stundi rannsóknir á starfssviði sínu þannig að orðið „svokallaðar“ og forliðurinn „safna“ á undan orðinu „rannsóknir“ falli út.

Ég vildi vekja athygli á þessu, herra forseti, og hef óskað eftir því að þetta nefndarálit verði prentað upp með þessari leiðréttingu.