Sóttvarnalög

Laugardaginn 17. mars 2007, kl. 14:09:13 (6771)


133. löggjafarþing — 93. fundur,  17. mars 2007.

sóttvarnalög.

638. mál
[14:09]
Hlusta

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Ég tel að fljótlega þurfi að fara í heildarendurskoðun á sóttvarnalögum með tilliti til þeirrar óvissu sem virðist vera um stöðu sóttvarnalæknis en það verður hreinlega að gefa sér betri tíma en hv. heilbrigðis- og trygginganefnd hafði til þess að fara yfir málið. Frumvarpið kom mjög seint fram og ef einhver áhöld eru um það hvort staða sóttvarnalæknis sé sérstakt embætti eða hvort styrkja megi stöðu sóttvarnalæknis innan landlæknisembættisins þarf það meiri skoðun en nokkra klukkutíma í heilbrigðis- og trygginganefnd. Þess vegna hvet ég til þess að þetta mál verði tekið fljótlega upp aftur.