Ríkisútvarpið ohf.

Þriðjudaginn 17. október 2006, kl. 16:44:11 (595)


133. löggjafarþing — 13. fundur,  17. okt. 2006.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[16:44]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Á Norðurlöndunum þar sem menn hafa pólitískt kjörið útvarpsráð að hluta til hefur alls staðar verið búið svo um hnútana að ekki verði um að ræða speglun á stjórnarmeirihlutanum hverju sinni til að koma í veg fyrir að ríkisútvarpsstöðvarnar verði háðar hinu pólitíska valdi eins og hér er gert ráð fyrir.

Varðandi sáttina um nefskattinn, sem hv. þm. Sigurður Kári Kristjánsson er talsmaður fyrir, þá er það svo að um fjármögnun Ríkisútvarpsins hefur verið víðtæk sátt nema þá helst svona yst á frjálshyggjukantinum. Nú er ég að reyna að færa rök fyrir því að ýmsir úr félagshyggjuvæng stjórnmálanna hafi efasemdir um þetta breytta fyrirkomulag á Ríkisútvarpinu og þeir séu komnir með vaxandi efasemdir um þetta fyrirkomulag yfirleitt, og á þann hátt er ég að reyna að leiða rök að því að verið sé að grafa undan hinni félagslegu sátt og tek ég þar undir með Þorsteini Pálssyni, fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins.