Framhaldsskóli í Mosfellsbæ

Miðvikudaginn 18. október 2006, kl. 15:11:21 (665)


133. löggjafarþing — 14. fundur,  18. okt. 2006.

framhaldsskóli í Mosfellsbæ.

120. mál
[15:11]
Hlusta

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S):

Frú forseti. Ég ætla ekki að fara að yfirbjóða hv. þingmann varðandi tímasetningar. Það sem mér finnst skipta mestu máli er að við höfum nú á hreinu forsendur fyrir því að það þurfi að byggja upp frekari framhaldsskóla á suðvesturhorninu.

En síðan er hitt sem skiptir mestu máli og hv. þingmaður m.a. kom inn á í sínum fyrri hluta, það er innihald skólastarfsins. Hvers konar skóla viljum við bæta við inn í framhaldsskólaflóruna á suðvesturhorninu? Hvaða sérhæfingu eigum við að beina inn í þá skóla sem við þurfum til þess að geta komið öllu fólkinu á suðvesturhorninu inn í framhaldsskóla, hvers konar skólakerfi og framhaldsskóla viljum við bjóða upp á í Mosfellsbænum og síðan í suðausturhluta Reykjavíkursvæðisins? Þessir nýju skólar verða stórir skólar en munu skipta miklu máli upp á þá fjölbreytni sem við þurfum að viðhafa á sviði framhaldsskóla. Ég ætla mér ekki að fara í yfirboð. Aðalmáli skiptir að við höldum áfram að vinna að þessu og að unnið sé faglega. Við höfum reynt að gera okkur far um það hingað til og munum gera það áfram og þá ekki síst í samvinnu við þá aðila sem hlut eiga að máli, þ.e. sveitarfélögin.