Flutningur verkefna frá ríki til sveitarfélaga

Miðvikudaginn 01. nóvember 2006, kl. 14:45:46 (834)


133. löggjafarþing — 18. fundur,  1. nóv. 2006.

flutningur verkefna frá ríki til sveitarfélaga.

151. mál
[14:45]
Hlusta

Dagný Jónsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Björgvini G. Sigurðssyni að taka þetta hér upp. Ég er sammála hv. þingmanni um að flytja verkefni í auknum mæli til sveitarfélaga. Það hefur gefist vel. Ég vil þó taka undir með hæstv. félagsmálaráðherra varðandi málaflokkana, þar finnast mér velferðarmálin vera efst á listanum og sérstaklega málaflokkur fatlaðra og síðan aldraðir og það hefur gengið mjög vel í reynslusveitarfélögunum.

Hins vegar tek ég ekki undir hugmyndir hv. þingmanns varðandi löggæsluna. Við höfum nýlega gert góðar breytingar á lögregluumdæmum landsins sem ná oft yfir mörg sveitarfélög og er mikilvægt að fá reynslu á það en það er mín skoðun að þetta komi ekki til greina að sinni.