Afgreiðsla fjáraukalagafrumvarps fyrir 2. umr.

Mánudaginn 13. nóvember 2006, kl. 15:11:14 (1385)


133. löggjafarþing — 25. fundur,  13. nóv. 2006.

afgreiðsla fjáraukalagafrumvarps fyrir 2. umr.

[15:11]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Sá sem hér stendur lagði það til í fjárlaganefnd á fundi á föstudaginn að núna um helgina yrði haldinn fundur eða okkur yrðu a.m.k. að lágmarki færðar þær upplýsingar sem við óskuðum eftir um kaupsamning og fleiri gögn sem snúa að þeim stóru málum sem hér er verið að ræða um, lántökur. Við báðum um skýringar. Það var ekki orðið við því, en því lýst yfir að þetta yrði skoðað betur á milli 2. og 3. umr. Það vill svo til, hæstv. forseti, að á morgun eigum við að ræða þessi mál og ég vonast til þess að þar sem hv. formaður fjárlaganefndar og fjármálaráðherra sögðu áðan að okkur yrði séð fyrir þessum upplýsingum fáum við að líta á þær áður en umræðan fer fram. Ég vona að það gangi eftir og þá held ég að umræðan hafi náð tilgangi sínum.