Upplýsingalög

Mánudaginn 13. nóvember 2006, kl. 15:35:51 (1395)


133. löggjafarþing — 25. fundur,  13. nóv. 2006.

upplýsingalög.

296. mál
[15:35]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér er verið að leggja til að lögfestar verði ákveðnar meginlínur varðandi endurnot og notkun á opinberum upplýsingum. Þegar sú lína hefur verið samþykkt á Alþingi í lögum er næsta verkefni að fela ráðuneytum að samræma gildandi lög á öðrum vettvangi hinum nýju lögum hvað þetta varðar. Þess vegna hefur ekki komið til þess að taka þurfi afstöðu til einhverra fjárveitingabeiðna eða þess háttar atriða af hálfu einstakra stofnana. Málið er bara ekki það langt komið.