Fjáraukalög 2006

Þriðjudaginn 14. nóvember 2006, kl. 17:55:03 (1536)


133. löggjafarþing — 26. fundur,  14. nóv. 2006.

fjáraukalög 2006.

47. mál
[17:55]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Af því að ég sá og heyrði að hv. þm. Birkir Jón Jónsson, formaður fjárlaganefndar, var með tillögur þá getur hann kannski upplýst mig um það í andsvari númer tvö hvaða tillögur ég flutti — hann var í andsvari við mig — með stjórnarandstöðunni. (Gripið fram í.) Ja, þú ert með gögnin í höndunum, ég er ekki með þau því miður. (Gripið fram í.)

Hæstv. forseti. Ég vek athygli á því að ríkisstjórnarmeirihlutinn hefur í gegnum tíðina flutt tillögur um mun meiri hækkun á fjárlögum en það sem stjórnarandstaðan hefur flutt, miklu hærri. Ég ætla að leyfa mér að spá því, hv. formaður fjárlaganefndar, að þannig verði það einnig nú. Ég veit ekki hvort það er svo sniðugt af formanni fjárlaganefndar að draga fram hvaða upphæðir við lögðum til, þær eru a.m.k. um það bil helmingi lægri en hjá stjórnarliðum.