Stjórnsýsla í tengslum við stækkandi þjóðlendur

Miðvikudaginn 15. nóvember 2006, kl. 13:01:23 (1583)


133. löggjafarþing — 28. fundur,  15. nóv. 2006.

stjórnsýsla í tengslum við stækkandi þjóðlendur.

224. mál
[13:01]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Þessi umræða og orð hæstv. forsætisráðherra undirstrika hversu vanbúin öll umgjörð og framkvæmd þjóðlendulaganna er, hvernig ætla menn að fara með verndun og ráðstöfun auðlinda sem falla innan þjóðlendna. Við ræðum hér um hrafntinnuna og silfurbergið en aðrir horfa líka á virkjanakostina í háhita og vatnsföllum sem falla innan þjóðlendna. Engar skýrar reglur eða lög eru til um hvernig með það skuli farið, hvernig þær eru verndaðar eða hvernig úthluta á réttindum þar ef svo er.

Í þeirri umræðu sem við stöndum nú frammi fyrir held ég að mjög mikilvægt sé að forsætisráðherra taki sig saman í andlitinu og þarna (Forseti hringir.) verði gerð bragarbót á í lögum og reglum hvað þetta varðar (Forseti hringir.) og lagt fyrir þingið.