Rannsókn sakamála

Mánudaginn 20. nóvember 2006, kl. 15:34:53 (1810)


133. löggjafarþing — 30. fundur,  20. nóv. 2006.

rannsókn sakamála.

[15:34]
Hlusta

dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (S):

Herra forseti. Hér hef ég verið spurður um skoðanir mínar og ég hef lýst þeim alveg skýrt og afdráttarlaust. Ég hef sagt að koma muni fram frumvarp um meðferð sakamála þar sem þingmenn geta rætt þennan þátt sem hv. þingmaður er að ræða.

Ég hef kynnt á aðalfundi Dómarafélags Íslands sjónarmið mín varðandi þróun dómskerfisins. Hvaða skoðanir aðrir hafa á því eru þeirra skoðanir en ekki mínar.