Kjarnorkuendurvinnslustöðin í Sellafield

Miðvikudaginn 22. nóvember 2006, kl. 12:17:31 (2014)


133. löggjafarþing — 33. fundur,  22. nóv. 2006.

kjarnorkuendurvinnslustöðin í Sellafield.

141. mál
[12:17]
Hlusta

Fyrirspyrjandi (Sigurjón Þórðarson) (Fl):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Ég stend reyndar í þeirri meiningu að Margaret Beckett sé utanríkisráðherra Bretlands en ekki umhverfisráðherra.

Síðan eru fréttir um að þessu máli hafi lokið með sekt sem svarar til um 70 millj. íslenskra króna. Ég get ekki betur heyrt en að hæstv. umhverfisráðherra hafi fylgt þessu máli eftir og því væri fróðlegt að heyra nánar hvort þessar séu ekki lyktir málsins af hálfu breskra yfirvalda. Meðal annars segir í Morgunblaðinu að það hafi verið 500 þús. punda sekt vegna þessa máls. Mig fýsir að vita hvort þá sé ekki komið að því að þessi skýrsla berist íslenskum stjórnvöldum.