Sinfóníuhljómsveit Íslands

Föstudaginn 08. desember 2006, kl. 13:57:33 (2823)


133. löggjafarþing — 45. fundur,  8. des. 2006.

Sinfóníuhljómsveit Íslands.

57. mál
[13:57]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Við höfum alla tíð litið svo á að frumvarpið um Sinfóníuhljómsveitina væri sjálfstætt mál og við í Samfylkingunni höfum stutt þá meginhugsun sem þar kemur fram að það verði af þeim aðskilnaði eða þeirri brottför heimasætunnar úr foreldrahúsum sem felst í því að tengslum Sinfóníuhljómsveitarinnar og Ríkisútvarpsins verði slitið, þó í mikilli vináttu og samlyndi, og greiðum því atkvæði með þessu frumvarpi og framgöngu þess til 3. umr.