Upplýsingalög

Laugardaginn 09. desember 2006, kl. 11:40:04 (3029)


133. löggjafarþing — 47. fundur,  9. des. 2006.

upplýsingalög.

296. mál
[11:40]
Hlusta

Guðjón Ólafur Jónsson (F):

Hæstv. forseti. Það er rétt að taka fram í tilefni af því að fram kom við 2. umr. þessa máls að málið yrði tekið fyrir í allsherjarnefnd milli 2. og 3. umr. að það var gert og fékk nefndin á fund sinn Pál Þórhallsson frá forsætisráðuneytinu og Pál Hreinsson lagaprófessor. Að loknum viðræðum við þá tvo menn upplýsist að allsherjarnefnd telur ekki efni til að gera breytingar á frumvarpinu í þeirri mynd sem það er nú, og leggur til að það verði samþykkt óbreytt.