Almannatryggingar og málefni aldraðra

Laugardaginn 09. desember 2006, kl. 11:58:58 (3033)


133. löggjafarþing — 48. fundur,  9. des. 2006.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

330. mál
[11:58]
Hlusta

Guðjón Ólafur Jónsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hér er komið til lokaafgreiðslu frumvarp stjórnarflokkanna um breytingar á lögum um almannatryggingar og lögum um aldraða. Þessar breytingar, eins og þær eru nú orðnar eftir meðhöndlun Alþingis og heilbrigðis- og trygginganefndar, munu hafa í för með sér stórkostlegar réttarbætur fyrir aldraða og öryrkja. (Gripið fram í: Segðu satt.) Það er sjálfsagt að segja satt, hæstv. forseti, og það er satt að á næstu fjórum árum munu framlög í þessa málaflokka aukast um 29 milljarða kr., 29 þús. millj. sem ríkisstjórnarflokkarnir verja í málefni aldraðra, til ellilífeyrisþega og örorkulífeyrisþega. Þetta er gríðarleg hækkun frá því sem nú er og það er sérstakt ánægjuefni að hv. þingmenn stjórnarandstöðunnar skuli nú á lokasprettinum snúa af villu síns vegar og vilja leggja málefninu lið með stjórnarflokkunum. Ég býð þá velkomna í hópinn.