Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 206. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 207  —  206. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um sprengjuleit.

Frá Jóni Gunnarssyni.



     1.      Er vitað á hvaða svæðum virkar sprengjur liggja eftir æfingar Bandaríkjahers á Íslandi? Ef svo er, hver eru þessi svæði og hver er stærð þeirra?
     2.      Hver mun sjá um sprengjuleit og eyðingu á þessum svæðum?
     3.      Hvenær er áætlað að hreinsun verði lokið og hver er áætlaður kostnaður við leit og eyðingu?