Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 512  —  1. mál.




Framhaldsnefndarálit


um frv. til fjárlaga fyrir árið 2007.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar.


    Nefndin hefur haldið áfram umfjöllun sinni um frumvarpið frá því að 2. umræða fór fram 23. nóvember sl. Meiri hluti nefndarinnar gerir nokkrar breytingartillögur við frumvarpið sem nema alls 96 m.kr. til lækkunar útgjalda.


SKÝRINGAR VIÐ EINSTAKAR BREYTINGARTILLÖGUR


02 Menntamálaráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild menntamálaráðuneytis verði lækkuð um 95,9 m.kr.
872     Lánasjóður íslenskra námsmanna.
        1.01
Lánasjóður íslenskra námsmanna. Lögð er til 139 m.kr. lækkun fjárveitingar. Umsóknum um námslán hefur ekki fjölgað eins mikið og gert var ráð fyrir í forsendum fjárlagafrumvarpsins auk þess sem gengisþróun hefur verið hagstæðari. Sama breyting er lögð til á útgjöldum og ríkisframlagi í C-hluta.
919     Söfn, ýmis framlög.
        1.90
Söfn, ýmis framlög. Við 2. umræðu um frumvarpið var liðurinn lækkaður um 0,3 m.kr. sem var verðlagsniðurfærsla. Fallið er frá þeirri lækkun og er framlagið millifært af lið 09-989-1.90 Launa- og verðlagsmál.
        1.98
Söfn, ýmis framlög menntamálaráðuneytis. Við 2. umræðu um frumvarpið var liðurinn lækkaður um 0,5 m.kr. sem var verðlagsniðurfærsla. Fallið er frá þeirri lækkun og er framlagið millifært af lið 09-989-1.90 Launa- og verðlagsmál.
        6.90
Söfn, ýmis stofnkostnaður. Gerð er tillaga um 10 m.kr. tímabundna hækkun safnliðarins og er framlagið ætlað Vatnasafninu í Stykkishólmi.
982     Listir, framlög.
        1.90
Listir. Gerð er tillaga um 8,6 m.kr. tímabundna hækkun safnliðarins. Þar af eru 8 m.kr. ætlaðar til stuðnings verkefninu Tónlist er lífið sem felst í gerð sjónvarpsþátta um tónlistarlífið á Íslandi.
                  Þá er fallið frá 0,6 m.kr. verðlagsniðurfærslu sem gerð var við 2. umræðu um frumvarpið og er framlagið millifært af lið 09-989-1.90 Launa- og verðlagsmál.
983     Ýmis fræðistörf.
        1.11
Styrkir til útgáfumála. Gerð er tillaga um 10,2 m.kr. tímabundna hækkun á safnliðnum. Þar af er gert ráð fyrir 10 m.kr. framlagi til stuðnings við samræmda heildarþýðingu Íslendingasagna á dönsku, norsku og sænsku.
                  Þá er fallið frá 0,2 m.kr. verðlagsniðurfærslu sem gerð var við 2. umræðu um frumvarpið og er framlagið millifært af lið 09-989-1.90 Launa- og verðlagsmál.
988     Æskulýðsmál.
        1.15
Æskulýðsmiðstöð KFUM í Vatnaskógi. Gerð er tillaga um að framlag til KFUM í Vatnaskógi verði 4 m.kr. en í frumvarpinu var fellt niður framlag til viðfangsefnisins.
        1.90
Æskulýðsmál. Við 2. umræðu um frumvarpið var liðurinn lækkaður um 0,2 m.kr. sem var verðlagsniðurfærsla. Fallið er frá þeirri lækkun og er framlagið millifært af lið 09-989-1.90 Launa- og verðlagsmál.
989     Ýmis íþróttamál.
        1.20
Glímusamband Íslands. Gerð er tillaga um 5 m.kr. framlag til Glímusambands Íslands en í frumvarpinu var fellt niður framlag til sambandsins.
        1.90
Ýmis íþróttamál. Gerð er tillaga um 2,2 m.kr. tímabundna hækkun safnliðarins. Þar af eru 2 m.kr. ætlaðar til uppbyggingar þjónustu- og aðstöðuhúss fyrir kajakaferðir á Stokkseyri.
                  Þá er fallið frá 0,2 m.kr. verðlagsniðurfærslu sem gerð var við 2. umræðu um frumvarpið og er framlagið millifært af lið 09-989-1.90 Launa- og verðlagsmál.
999     Ýmislegt.
        1.90
Ýmis framlög. Við 2. umræðu um frumvarpið var liðurinn lækkaður um 0,9 m.kr. sem var verðlagsniðurfærsla. Fallið er frá þeirri lækkun og er framlagið millifært af lið 09-989-1.90 Launa- og verðlagsmál.
        1.98
Ýmis framlög menntamálaráðuneytis. Við 2. umræðu um frumvarpið var liðurinn lækkaður um 1,2 m.kr. sem var verðlagsniðurfærsla. Fallið er frá þeirri lækkun og er framlagið millifært af lið 09-989-1.90 Launa- og verðlagsmál.

03 Utanríkisráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild utanríkisráðuneytis verði lækkuð um 60 m.kr.
211     Flugmálastjórn Keflavíkurflugvelli.
        1.10
Flugmálastjórn Keflavíkurflugvelli. Lagt er til að framlag til flugverndar verði lækkað um 60 m.kr. sem skýrist af minni kostnaði við flugvernd vegna farþega frá þriðja ríki. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir tæplega 160 m.kr. hækkun til verkefnisins en nú er ljóst að kostnaðurinn verður talsvert minni. Sama breyting er lögð til á útgjöldum og ríkisframlagi í B-hluta.

04 Landbúnaðarráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild landbúnaðarráðuneytis verði aukin um 18,2 m.kr.
190     Ýmis verkefni.
        1.90
Ýmis verkefni. Við 2. umræðu um frumvarpið var liðurinn lækkaður um 0,5 m.kr. sem var verðlagsniðurfærsla. Fallið er frá þeirri lækkun og er framlagið millifært af lið 09-989-1.90 Launa- og verðlagsmál.
        1.98
Ýmis framlög landbúnaðarráðuneytis. Við 2. umræðu um frumvarpið var liðurinn lækkaður um 0,1 m.kr. sem var verðlagsniðurfærsla. Fallið er frá þeirri lækkun og er framlagið millifært af lið 09-989-1.90 Launa- og verðlagsmál.
271     Hólaskóli á Hólum í Hjaltadal.
        1.01
Hólaskóli á Hólum í Hjaltadal. Gerð er tillaga um 5 m.kr. tímabundið framlag til Vettvangsskóla við Hólarannsóknina á Hólum í Hjaltadal en hann var stofnaður árið 2003 í tengslum við að sett var á fót háskólanám í fornleifafræði hér á landi. Síðan hafa 70 nemar sótt námskeið á vegum skólans á Hólum. Hólarannsóknin hefur rekið verkefnið með styrk frá Kristnihátíðarsjóði og framlagi erlendra háskóla enda var það eitt af meginmarkmiðum rannsóknarinnar að efla fræðslu á sviði fornleifarannsókna hérlendis.
311     Landgræðsla ríkisins.
        1.90
Fyrirhleðslur. Gerð er tillaga um 12,6 m.kr. tímabundna hækkun á liðnum. Þar af er gert ráð fyrir 12 m.kr. framlagi vegna neyðarástands sem skapast hefur við Jökulsá á Fjöllum í Kelduhverfi vegna klakastíflna í ánni. Hefur áin hlaupið úr farvegi sínum í Skjálftavatn og var mikil hætta á að hún ryddi sér leið í Litluá sem hefði haft í för með sér mikið landbrot og ómældan skaða á lífríki árinnar. Talið er nauðsynlegt að grípa þegar til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur.
                  Þá er fallið frá 0,6 m.kr. verðlagsniðurfærslu sem gerð var við 2. umræðu um frumvarpið og er framlagið millifært af lið 09-989-1.90 Launa- og verðlagsmál.

05 Sjávarútvegsráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild sjávarútvegsráðuneytis verði aukin um 0,2 m.kr.
190     Ýmis verkefni.
        1.90
Ýmislegt. Við 2. umræðu um frumvarpið var liðurinn lækkaður um 0,1 m.kr. sem var verðlagsniðurfærsla. Fallið er frá þeirri lækkun og er framlagið millifært af lið 09- 989-1.90 Launa- og verðlagsmál.
        1.98
Ýmis framlög sjávarútvegsráðuneytisins. Við 2. umræðu um frumvarpið var liðurinn lækkaður um 0,1 m.kr. sem var verðlagsniðurfærsla. Fallið er frá þeirri lækkun og er framlagið millifært af lið 09-989-1.90 Launa- og verðlagsmál.

07 Félagsmálaráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild félagsmálaráðuneytis verði aukin um 1,4 m.kr.
999     Félagsmál, ýmis starfsemi.
        1.90
Ýmis framlög. Við 2. umræðu um frumvarpið var liðurinn lækkaður um 0,8 m.kr. sem var verðlagsniðurfærsla. Fallið er frá þeirri lækkun og er framlagið millifært af lið 09-989-1.90 Launa- og verðlagsmál.
        1.98
Ýmis framlög félagsmálaráðuneytis. Við 2. umræðu um frumvarpið var liðurinn lækkaður um 0,6 m.kr. sem var verðlagsniðurfærsla. Fallið er frá þeirri lækkun og er framlagið millifært af lið 09-989-1.90 Launa- og verðlagsmál.

08 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis verði aukin um 2,6 m.kr.
399     Heilbrigðismál, ýmis starfsemi.
        1.90
Ýmis framlög. Gerð er tillaga um 2,5 m.kr. tímabundna hækkun á safnliðnum. Þar af er gert ráð fyrir 2 m.kr. framlagi til að styrkja Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur.
                  Þá er fallið frá 0,5 m.kr. verðlagsniðurfærslu sem gerð var við 2. umræðu um frumvarpið og er framlagið millifært af lið 09-989-1.90 Launa- og verðlagsmál.
        1.98
Ýmis framlög heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis. Við 2. umræðu um frumvarpið var liðurinn lækkaður um 0,1 m.kr. sem var verðlagsniðurfærsla. Fallið er frá þeirri lækkun og er framlagið millifært af lið 09-989-1.90 Launa- og verðlagsmál.

09 Fjármálaráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild fjármálaráðuneytis verði lækkuð um 9,7 m.kr.
989     Launa- og verðlagsmál.
        1.90
Launa- og verðlagsmál. Við 2. umræðu um frumvarpið voru nokkrir safnliðir lækkaðir um alls 9,7 m.kr. sem var verðlagsniðurfærsla. Fallið er frá þeirri lækkun og er framlagið millifært af þessum lið.

10 Samgönguráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild samgönguráðuneytis verði aukin um 45,9 m.kr.
190     Ýmis verkefni.
        1.42
Gestastofur, söfn og markaðsstarf. Við 2. umræðu um frumvarpið var liðurinn lækkaður um 0,1 m.kr. sem var verðlagsniðurfærsla. Fallið er frá þeirri lækkun og er framlagið millifært af lið 09-989-1.90 Launa- og verðlagsmál.
        1.90
Ýmislegt. Við 2. umræðu um frumvarpið var liðurinn lækkaður um 0,3 m.kr. sem var verðlagsniðurfærsla. Fallið er frá þeirri lækkun og er framlagið millifært af lið 09- 989-1.90 Launa- og verðlagsmál.
        1.98 Ýmis framlög samgönguráðuneytis. Við 2. umræðu um frumvarpið var liðurinn lækkaður um 0,4 m.kr. sem var verðlagsniðurfærsla. Fallið er frá þeirri lækkun og er framlagið millifært af lið 09-989-1.90 Launa- og verðlagsmál.
251     Umferðarstofa.
        1.01
Umferðarstofa. Lögð er til 45 m.kr. fjárheimild til að standa straum af útgjöldum vegna umferðaröryggisáætlunar. Í nýlegum breytingum á umferðarlögum hækkar umferðaröryggisgjald úr 200 kr. í 400 kr. Áætlað er að hækkun gjaldsins skili 45 m.kr. í auknar tekjur á næsta ári. Áformað er að ráðstafa tekjunum til umferðaröryggismála og gæðamats á vegum.
336     Hafnabótasjóður.
        6.74
Lendingabætur. Við 2. umræðu um frumvarpið var liðurinn lækkaður um 0,1 m.kr. sem var verðlagsniðurfærsla. Fallið er frá þeirri lækkun og er framlagið millifært af lið 09-989-1.90 Launa- og verðlagsmál.

11 Iðnaðarráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild iðnaðarráðuneytis verði aukin um 0,2 m.kr.
299     Iðja og iðnaður, framlög.
        1.98
Nýsköpun og markaðsmál, ýmis framlög iðnaðarráðuneytis. Við 2. umræðu um frumvarpið var liðurinn lækkaður um 0,2 m.kr. sem var verðlagsniðurfærsla. Fallið er frá þeirri lækkun og er framlagið millifært af lið 09-989-1.90 Launa- og verðlagsmál.

14 Umhverfisráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild umhverfisráðuneytis verði aukin um 1,1 m.kr.
190     Ýmis verkefni.
        1.90
Ýmis verkefni. Við 2. umræðu um frumvarpið var liðurinn lækkaður um 0,2 m.kr. sem var verðlagsniðurfærsla. Fallið er frá þeirri lækkun og er framlagið millifært af lið 09-989-1.90 Launa- og verðlagsmál.
        1.98
Ýmis framlög umhverfisráðuneytis. Við 2. umræðu um frumvarpið var liðurinn lækkaður um 0,9 m.kr. sem var verðlagsniðurfærsla. Fallið er frá þeirri lækkun og er framlagið millifært af lið 09-989-1.90 Launa- og verðlagsmál.

SKÝRINGAR VIÐ BREYTINGARTILLÖGU
VIÐ SUNDURLIÐUN 3 (B-HLUTA)

23 Utanríkisráðuneyti

111    Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli.
        Lagt er til að framlag til flugverndar verði lækkað um 60 m.kr. sem skýrist af minni kostnaði við flugvernd vegna farþega frá þriðja ríki. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir tæplega 160 m.kr. hækkun til verkefnisins en nú er ljóst að kostnaðurinn verður talsvert minni.


SKÝRINGAR VIÐ BREYTINGARTILLÖGU
VIÐ SUNDURLIÐUN 4 (C-HLUTA)

42 Menntamálaráðuneyti

872    Lánasjóður íslenskra námsmanna.
        Frá síðustu áætlun hafa nokkrar breytingar orðið hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Umsóknum um námslán hefur ekki fjölgað eins mikið og ráð var gert fyrir. Áætluð fjölgun námsmanna á Íslandi og erlendis er nú 3%. Gert er ráð fyrir að lánþegar verði 10.600 og útlán hækki úr 8.260 m.kr. á árinu 2006 í 9.506 m.kr. á árinu 2007 í stað 9.778 m.kr. eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Einnig hefur gengisþróun verið hagstæð. Lántökuþörf og almenn rekstrarútgjöld eru óbreytt en fjármunatekjur og fjármagnsgjöld hafa verið lækkuð til samræmis við minni verðbólguvæntingar. Ríkisendurskoðun hefur ekki séð ástæðu til að breyta mati sínu á framlagsþörf sjóðsins. Frá síðustu áætlun er því miðað við óbreytt hlutfall af útlánum vegna væntanlegra affalla og niðurgreiðslu vaxta, þ.e. 51% af veittum námslánum ársins 2007. Að teknu tilliti til kostnaðar vegna reksturs og vaxtastyrks hefur endurskoðuð útlánaáætlun því í för með sér að lækka má framlag úr ríkissjóði um 139 m.kr., eða úr 5.383 m.kr. samkvæmt frumvarpinu í 5.244 m.kr. samkvæmt fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.


    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum þeim sem skýrðar hafa verið og gerð er tillaga um í sérstökum þingskjölum.

Alþingi, 4. des. 2006.


Birkir J. Jónsson,

form., frsm.

Arnbjörg Sveinsdóttir.

Guðjón Hjörleifsson.

              

Sigurrós Þorgrímsdóttir.

Þórdís Sigurðardóttir.

Guðjón Ólafur Jónsson.