Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 575. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1165  —  575. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um samgönguáætlun fyrir árin 2007–2018.

Frá meiri hluta samgöngunefndar.



    Á fund nefndarinnar komu Ragnhildur Hjaltadóttir, Kristrún Lind Birgisdóttir, Jóhann Guðmundsson og Eiríkur Bjarnason frá samgönguráðuneytinu, Pétur K. Maack og Halla Sigrún Sigurðardóttir frá Flugmálastjórn Íslands, Þorgeir Pálsson frá Flugstoðum, Hermann Guðjónsson og Sigurður Áss Grétarsson frá Siglingastofnun Íslands og Jón Rögnvaldsson og Eymundur Runólfsson frá Vegagerðinni. Þá komu á fund nefndarinnar fulltrúar frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Fjórðungssambandi Vestfirðinga, Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Eyþingi og Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.
    Umsagnir um málið hafa borist frá Fljótsdalshéraði, Langanesbyggð, Reykhólahreppi, Samtökum um betri byggð, Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Sjóvá – Almennum tryggingum hf., Húnavatnshreppi, Strandabyggð, Félagi hópferðaleyfishafa, Mýrdalshreppi, Vegagerðinni, Akureyrarbæ, Akureyrarflugvelli, Svalbarðsstrandarhreppi, Sveitarfélaginu Ölfusi, Seyðisfjarðarkaupstað, Reykjavíkurborg, Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, Fjarðabyggð, Hafnasambandi Íslands, Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, Hveragerðisbæ, Vopnafjarðarhreppi, Eyþingi, Samtökum verslunar og þjónustu, Hafnarfjarðarbæ, Borgarbyggð, Akraneskaupstað, Staðardagskrá 21, Landssamtökum hjólreiðamanna, Samtökum ferðaþjónustunnar, hafnarnefnd Vopnafjarðar, Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Mosfellsbæ, Siglingastofnun Íslands, Sveitarfélaginu Árborg, Flugmálastjórn, talsmanni neytenda, Breiðdalshreppi, Bændasamtökum Íslands, ríkislögreglustjóra, Alþýðusambandi Íslands, Rannsóknarnefnd umferðarslysa, Aðaldælahreppi, Höfðahreppi, Landvernd, Fjórðungssambandi Vestfirðinga, Blönduósbæ, Rannsóknarnefnd flugslysa, Grindavíkurbæ, Samtökum fjármálafyrirtækja, Umhverfisstofnun, Sveitarfélaginu Árborg, Akureyrarbæ, Samtökum verslunar og þjónustu, Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, Flóahreppi og Þingeyjarsveit.
    Meiri hlutinn leggur ekki til breytingar á flugmálaáætlun. Hins vegar eru lagðar til breytingar á 1. tímabili siglingamálaáætlunar og vegáætlunar (2007–2010) sem gerð er grein fyrir í nefndaráliti um samgönguáætlun til fjögurra ára (574. mál). Að auki eru lagðar til eftirfarandi tilfærslur á fjárveitingum í vegáætlun.
     a.      100 millj. kr. framlag til Vestfjarðavegar færist frá 1. tímabili til 2. tímabils.
     b.      100 millj. kr. framlag til Strandavegar færist frá 2. tímabili til 1. tímabils.
     c.      100 millj. kr. framlag færist til Skagastrandarvegar á 3. tímabili og framlag til Hringvegar um Húnavatnssýslu lækkar sem því nemur á sama tímabili.
    Meiri hlutinn leggur til að tillagan verði samþykkt með framangreindum breytingum sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali.
    Guðjón A. Kristjánsson skrifar undir álit þetta með fyrirvara.

Alþingi, 13. mars 2007.



Guðmundur Hallvarðsson,


form., frsm.


Hjálmar Árnason.


Guðjón Hjörleifsson.



Sigurrós Þorgrímsdóttir.


Jón Kristjánsson.


Guðjón A. Kristjánsson,


með fyrirvara.