Aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna

Fimmtudaginn 07. júní 2007, kl. 11:56:42 (0)


134. löggjafarþing — 6. fundur,  7. júní 2007.

aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna.

12. mál
[11:56]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það verður að viðurkennast að mig langar ekki inn í þingflokksherbergi Sjálfstæðisflokksins (EOK: Ekki mig heldur.) og það kann vel að vera að mér eða öðrum hv. þingmönnum hér komi ekki við hver afstaða þingmanna Sjálfstæðisflokksins er í þessum efnum. En, virðulegi forseti, ég fullyrði að þjóðinni kemur það við.

Er það svo að í krafti hins mikla meiri hluta þessarar ríkisstjórnar muni 10 eða 11 þingmenn Sjálfstæðisflokksins geta hlaupist undan merkjum í þessu máli eða öðrum? Og af því að hæstv. forsætisráðherra er genginn í salinn væri ekki vanþörf á því að hann upplýsti þingheim og þjóðina aðeins um það hvernig ástandið er á stjórnarheimilinu. Þetta innlit sem við fengum inn um gættina boðar ekki gott.