Tvöföldun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi

Miðvikudaginn 16. janúar 2008, kl. 15:10:33 (3589)


135. löggjafarþing — 48. fundur,  16. jan. 2008.

tvöföldun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi.

322. mál
[15:10]
Hlusta

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Tvöföldun Vesturlandsvegar hlýtur að vera innan seilingar og hlýtur að tengjast ákvörðun um Sundaleiðina, vonandi Sundagöng eins og hér hefur komið fram í dag. Samhliða því að ljóst er að farið verður í tvöföldun Suðurlandsvegar liggur það skemmtilega fyrir, bæði varðandi Suðurlandsveg og Sundaverkefnið, Sundagöng eða hvað sem þar verður ákveðið, að þeir sem vilja taka að sér verkið eru aðilar með reynslu og þekkingu, Faxaflóahafnir, á sterkum grunni, Sjóvá – Almennar og Ístak á Suðurlandsvegi. Þetta ætti að stytta mjög allan framgang málsins og setja það í farsælasta veg og farsælasta framgang. Þetta eru aðilar sem að mínu mati eru best til þess fallnir eða sambærilegir að leysa málið og sýnt er að vegayfirvöld munu ekki koma (Forseti hringir.) að tómum kofanum í þessum efnum ef einkaframtaksleiðin verður valin.