Vegagerðin

Mánudaginn 21. janúar 2008, kl. 15:13:46 (3718)


135. löggjafarþing — 50. fundur,  21. jan. 2008.

Vegagerðin.

[15:13]
Hlusta

samgönguráðherra (Kristján L. Möller) (Sf):

Hæstv. forseti. Það er ljóst að berin eru súr í Framsókn um þessar mundir, hvort sem það er á Lómatjörn eða annars staðar, en það er annar handleggur.

Vegna þess sem spurt er um varðandi Vegagerðina og starfsemi hennar þá starfa þar í kringum 320 manns eins og hv. þingmaður veit væntanlega. Þar af eru tæplega 40 starfandi á Akureyri, tæplega 30 í Borgarnesi, 25–30 á Ísafirði, 20–25 á Reyðarfirði og 17 á Selfossi. Starfsmenn Vegagerðarinnar dreifast því um allt land á stöðvunum og ætli þá séu ekki eftir um 60 manns í Reykjavík, eitthvað svoleiðis, 50–60 manns. Mér sýnist því að töluvert hafi verið unnið í því að dreifa starfsemi Vegagerðarinnar um land allt enda starfar hún um allt land.