Ávörp í þingræðum

Þriðjudaginn 05. febrúar 2008, kl. 14:59:54 (4376)


135. löggjafarþing — 59. fundur,  5. feb. 2008.

ávörp í þingræðum.

[14:59]
Hlusta

Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Forseti biður 2. þm. Norðausturkjördæmis, Valgerði Sverrisdóttur, afsökunar á því ef hann hefur ekki tekið eftir að hæstv. heilbrigðisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson fór ekki að þingsköpum. Það er hins vegar hægt að upplýsa það hér að forsætisnefnd og forsetum ber að fylgja þeim reglum sem settar hafa verið.