Öryrkjar í háskólanámi

Miðvikudaginn 20. febrúar 2008, kl. 15:40:44 (4868)


135. löggjafarþing — 66. fundur,  20. feb. 2008.

öryrkjar í háskólanámi.

400. mál
[15:40]
Hlusta

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S):

Herra forseti. Ég held að það sé kannski lykilatriðið í tengslum við þessa fyrirspurn að vekja athygli á málinu. Síðan komum við enn og aftur að þeim prinsippum sem gilda um háskólana. Við treystum háskólunum til að móta námsleiðir sínar, námsbrautir. Við sjáum t.d. hvernig Kennaraháskólinn hefur gert það og ég held að það sé prinsipp sem við eigum að halda í.

Engu að síður er mjög mikilvægt að ákveðin skilaboð verði send til háskólasamfélagsins, eins og við gerum í dag með umræðum um fyrirspurnina. Það er mjög mikilvægt að draga það fram að háskólarnir eiga eins og allir aðrir skólar, öll skólastig, að vera vera fyrir alla. Það er ánægjulegt að vita til þess að háskólarnir sjálfir taki það upp hjá sjálfum sér að reyna að opna skólana sem mest fyrir alla sem eru í samfélaginu, öryrkja sem aðra.