Lokafjárlög 2006

Mánudaginn 07. apríl 2008, kl. 16:05:35 (6087)


135. löggjafarþing — 85. fundur,  7. apr. 2008.

lokafjárlög 2006.

500. mál
[16:05]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að það séu réttar ályktanir sem hv. þingmaður dregur en þá ber þess að geta að frá því að fjárlagaárinu 2006 lauk hafa verið gerðar miklar breytingar einmitt á þessum þáttum. Bæði hefur verið tekið upp frítekjumark og skerðingarhlutfall lækkað þannig að vegna þeirra þátta ættu áætlanir að standast betur í framtíðinni.