Lokafjárlög 2006

Miðvikudaginn 28. maí 2008, kl. 16:34:29 (8334)


135. löggjafarþing — 111. fundur,  28. maí 2008.

lokafjárlög 2006.

500. mál
[16:34]
Hlusta

Kristján Þór Júlíusson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil í örstuttu máli undirstrika það í þessu seinna andsvari sem kom ágætlega fram hjá formanni fjárlaganefndar áðan og lesa, með leyfi forseta, upp úr nefndaráliti meiri hluta málsgrein sem svarar hv. þingmanni fullkomlega:

„Fjárlaganefnd leggur áherslu á að markvisst verði unnið að því að vinnu við gerð frumvarps til lokafjárlaga verði hraðað innan hvers árs þannig að leggja megi það fram samhliða ríkisreikningi. Tæknilega sýnist fátt því til fyrirstöðu og ætti það að geta gerst við framlagningu lokafjárlaga fyrir árið 2007 og ríkisreikning þess árs.“

Þetta er skýr yfirlýsing um vilja meiri hluta fjárlaganefndar, hvernig við viljum að staðið verði að málum.