Tilfærsla verkefna innan Stjórnarráðs Íslands

Fimmtudaginn 18. október 2007, kl. 13:19:07 (795)


135. löggjafarþing — 12. fundur,  18. okt. 2007.

tilfærsla verkefna innan Stjórnarráðs Íslands.

130. mál
[13:19]
Hlusta

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður heldur því fram að hann sé róttækur íhaldsmaður heyrist mér, og það svo sem getur vel verið. Þó held ég frekar að það sé draumur en veruleiki.

Það sem ég dró fram hér var það viðhorf sem kristallaðist í ræðu hv. þingmanns hér áðan sem er það að þegar Framsóknarflokkurinn fór með málefni iðnaðar og viðskipta leit hann á þetta sem pínulítil verkefni í pínulitlu ráðuneyti.

Það er kannski ástæðan fyrir því að við stöndum frammi fyrir því í dag að við erum með lagalegt tómarúm í orkumálum. Við vitum hvernig ástandið er í hinum dreifðu byggðum og það er vegna þess að viðhorf Framsóknarflokksins voru þau að þetta væru pínulítil verkefni í pínulitlu ráðuneyti.

Ég hvet, virðulegi forseti, Framsóknarflokkinn til að koma með okkur í þá vegferð að horfast í augu við breytta tíma eins og kristallast nákvæmlega í þessu frumvarpi. Í þessu frumvarpi horfist þessi ríkisstjórn og þessi stjórnarmeirihluti í augu við (Forseti hringir.) breytta tíma og breyttar áherslur í íslensku atvinnulífi og samsetningu þjóðartekna.