Frestun þingfundar

Fimmtudaginn 13. desember 2007, kl. 16:09:40 (3274)


135. löggjafarþing — 43. fundur,  13. des. 2007.

frestun þingfundar.

[16:09]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Ég kvaddi mér hljóðs að loknu hádegishléi og að afloknum fundi þingflokksformanna með hæstv. forseta Alþingis og greindi frá því að við værum að vinna að breytingartillögum við þingskapafrumvarpið umdeilda og greinargerð með þeim, minnti á að við hefðum óskað eftir því að umfjöllun um málið yrði frestað þar til klukkan sex í dag. Við töldum okkur þurfa þann tíma til að klára málið af okkar hálfu og ræða þingskjalið í okkar hópi. Við teljum að þetta geti gengið eftir, að þingmálið verði tilbúið og komið úr vinnslu á þessum tíma. Það má vel vera að það takist að ljúka því fyrr en það er enn í vinnslu.

Við höfum tekið málið til umfjöllunar í þingflokki okkar en nú er verið að ganga tæknilega frá málinu. Ég vildi vekja athygli hæstv. forseta á þessu hér undir þessum dagskrárlið um fundarstjórn forseta, að málið er ekki tilbúið og fráleitt að taka það til umfjöllunar áður en þinggögnum hefur öllum verið dreift.