Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 81. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 81  —  81. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um tengsl NATO við fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar o.fl.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.



     1.      Hver eru tengsl ákvarðana NATO-fundarins (Norður-Atlantshafsráðsins) 4. október 2001, m.a. um átta skrefa varnaráætlun gegn hryðjuverkum, við fangaflug og leynifangelsi bandarísku leyniþjónustunnar og hvaða ábyrgð telur ráðherra að Ísland, sem aðili að þeim ákvörðunum, beri á þeim mannréttindabrotum sem fylgdu í kjölfarið?
     2.      Hyggst ráðherra gera Alþingi grein fyrir málinu og gera opinberar allar upplýsingar sem utanríkisráðuneytið hefur undir höndum um málið, þ.m.t. þær sem snúa að efni og ákvörðunum NATO-fundarins 4. október 2001?
     3.      Hafa íslensk stjórnvöld hugleitt að fylgja fordæmi Kanada og Bosníu-Hersegóvínu og viðurkenna ábyrgð sína í málinu?
     4.      Hvernig hefur utanríkisráðuneytið hingað til brugðist við skýrslum laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins um málið (sjá skjöl 11302 frá 11. júní 2007 og 10957 frá 12. júní 2006 og viðeigandi ályktanir)?