Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 84. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 84  —  84. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um skýrslu nefndar um flutningskostnað og jöfnun flutningskostnaðar á landsbyggðinni.

Frá Jóni Bjarnasyni.



     1.      Hvernig hyggst ráðherra beita sér fyrir framkvæmd tillagna úr skýrslu nefndar um flutningskostnað, útgefinni af samgönguráðuneytinu árið 2003, þar sem fram kemur að heppilegasta leiðin til að jafna flutningskostnað sé að taka upp beina flutningsstyrki til þeirra atvinnugreina sem eiga undir högg að sækja staðsetningar sinnar vegna?
     2.      Með hvaða hætti öðrum hyggst ráðherra beita sér fyrir úrlausnum á jöfnun flutningskostnaðar á landsbyggðinni?