Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 101. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 101  —  101. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um fjölda landvarða og vinnutímabil þeirra.

Frá Katrínu Jakobsdóttur.



     1.      Hvernig er landvörslu háttað í friðlöndum og á náttúruverndarsvæðum?
     2.      Hversu mörg eru stöðugildi landvarða, hvar eru þeir staðsettir og hvernig eru starfskraftar þeirra nýttir utan mesta ferðamannatímans?
     3.      Hefur ráðherra í hyggju að fjölga stöðugildum eða víkka út verksvið landvarða, t.d. með því að þeir sinni fræðsluhlutverki í skólum á þeim svæðum sem þeir starfa?
     4.      Er ætlunin að fjölga landvörðum utan friðlýstra svæða og skilgreindra þjóðgarða?