Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 126. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 268  —  126. mál.




Svar



ráðherra Hagstofu Íslands við fyrirspurn Björns Vals Gíslasonar um ársverk í fiskvinnslu og álverum.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hve mörg ársverk hafa verið bundin fiskvinnslu hér á landi á árabilinu 1990–2006?
     2.      Hve mörg ársverk hafa verið bundin álverum hér á landi á árabilinu 1990–2006?


    Upplýsingar um ársverk eftir atvinnugreinum eru ekki fyrirliggjandi fyrir síðustu ár. Vísbendingar um atvinnuþróun eftir atvinnugreinum yfir það tímabil sem fyrirspurnin tekur til koma hins vegar fram í niðurstöðum um fjölda starfandi fólks úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Sú rannsókn er úrtaksathugun sem gerð var tvisvar á ári tímabilið 1991–2002 en frá árinu 2003 er rannsóknin samfelld og skilar niðurstöðum fyrir hvern ársfjórðung. Fjöldi í úrtaki var um 4.400 hvert sinn árin 1991–2002 en er nú 4.050 miðað við ársfjórðung. Þótt úrtakið sé stórt mælt á hlutfallslegan kvarða er það of lítið til þess að rannsóknin fangi breytingar í fámennum atvinnugreinum á nákvæman hátt. Þá veldur það vandkvæðum að erlent vinnuafl ratar illa í úrtakið og er atvinnuþátttaka þess því vanmetin í vinnumarkaðsrannsókninni. Þetta varðar einkum tímabilið frá 2003, en þá fór erlendu fólki í vinnu hér landi mjög fjölgandi, og kemur helst fram í vanmati á fjölda starfandi fólks í fiskvinnslu. Hafa verður þessa þætti í huga við athugun á þeim tölum sem hér fylgja.
    Meðfylgjandi tafla sýnir áætlaðan fjölda starfandi fólks 16–74 ára við fiskvinnslu og álframleiðslu á árunum 1991–2006 samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Starfandi fólk 16–74 ára við fiskvinnslu og álframleiðslu 1991–2006.