Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 103. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 393  —  103. mál.




Framhaldsnefndarálit



um frv. til fjáraukalaga fyrir árið 2007.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar.



    Nefndin hefur haft frumvarpið til athugunar eftir 2. umræðu og í því skyni leitað skýringa hjá fjármálaráðuneyti, stofnunum og Ríkisendurskoðun varðandi beiðnir um auknar fjárheimildir. Meiri hluti nefndarinnar gerir breytingartillögu við sundurliðun 1 vegna sölu eigna á fyrrum varnarsvæði við Keflavíkurflugvöll sem nemur 15,7 milljörðum kr. til hækkunar á tekjum. Ríkisendurskoðandi hefur staðfest við nefndina að umræddar tekjur byggist á yfirferð embættisins á sölusamningum og að þeir séu að mati embættisins tryggir. Þá gerir nefndin breytingartillögur við sundurliðun 2 sem nema alls 1.356,9 m.kr. til hækkunar gjalda. Þar vegur þyngst kostnaður í tengslum við sölu eigna á fyrrum varnarsvæði við Keflavíkurflugvöll, alls að fjárhæð 1.170 m.kr. Breytingartillögum þessum fylgja þrjú yfirlit til sundurliðunar á fjárheimildum sem voru til skoðunar á milli umræðna. Eftir 2. umræðu var skipað í þrjá starfshópa til að vinna að þeirri sundurliðun og leituðu hóparnir til fjölmargra aðila. Í hópi sem vann að skiptingu fjárheimildar til framhaldsskóla voru Illugi Gunnarsson, Guðbjartur Hannesson og Guðjón A. Kristjánsson, í hópi sem vann að skiptingu fjárheimildar til sýslumannsembætta voru Ármann Kr. Ólafsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Bjarni Harðarson og í hópi sem vann að skiptingu fjárheimildar til öldrunar- og heilbrigðisstofnana voru Ásta Möller, Guðbjartur Hannesson og Jón Bjarnason.
    Einstakar tillögur eru skýrðar í álitinu auk þess sem nánar verður um þær fjallað í framsögu.

SKÝRINGAR VIÐ EINSTAKAR BREYTINGARTILLÖGUR


02 Menntamálaráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild menntamálaráðuneytis verði aukin um 32,8 m.kr.
225     Háskólinn á Bifröst.
        1.01
Háskólinn á Bifröst. Gerð er tillaga um 27,8 m.kr. aukafjárveitingu til Háskólans á Bifröst.
319
     Framhaldsskólar, almennt.
        1.90
Framhaldsskólar, óskipt. Gerð er tillaga um 5 m.kr. framlag á þessum lið til viðbótar við 300 m.kr. framlag sem gerð var tillaga um við 2. umræðu til að styrkja rekstur framhaldsskóla. Sundurliðun fjárheimildarinnar er sýnd í sérstökum yfirlitum I með breytingartillögum meiri hlutans.

08 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis verði aukin um 70 m.kr.
401     Öldrunarstofnanir, almennt.
        1.01
Hjúkrunarheimili, almennt. Gerð er tillaga um að ráðstafa 271 m.kr. af ónotuðum fjárheimildum öldrunarstofnana til að koma til móts við rekstrarhalla þeirra til ársloka 2007.
        1.13
Óskipt framlag til minni öldrunarstofnana. Af framangreindri 271 m.kr. fjárheimild er lagt til að 23,8 m.kr. renni til eftirfarandi sjö stofnana:
              Blesastaðir, Skeiðum, 0,5 m.kr.
              Grenilundur, Grenivík, 0,5 m.kr.
              Hvammur, Húsavík, 1,6 m.kr.
              Kirkjuhvoll, Hvolsvelli, 2,0 m.kr.
              Roðasalir, Kópavogi, 3,2 m.kr.
              Silfurtún, Búðardal, 8,0 m.kr.
              Sæborg, Skagaströnd, 8,0 m.kr.
    
    Þá er lagt er til að þeim 247,2 m.kr. sem eftir standa verði skipt á milli stofnana sem hér segir:
         
    408     Sunnuhlíð, Kópavogi.
                       1.01
Hjúkrunarrými.          28,8 m.kr.
              409     Hjúkrunarheimilið Skjól.
                       1.01
Hjúkrunarrými.          25,0 m.kr.
              410     Hjúkrunarheimilið Eir.
                       1.01
Hjúkrunarrými.          38,0 m.kr.
              411     Garðvangur, Garði.
                       1.01
Hjúkrunarrými.          16,4 m.kr.
              412     Hjúkrunarheimilið Skógarbær.
                       1.01
Hjúkrunarrými.          9,2 m.kr.
              413     Hjúkrunarheimilið Droplaugarstöðum.
                       1.01
Hjúkrunarrými.          32,8 m.kr.
              415     Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð, Eskifirði.
                       1.01
Hjúkrunarrými.          3,8 m.kr.
              416     Hjúkrunarheimilið Hornbrekka, Ólafsfirði.
                       1.01
Hjúkrunarrými.          5,0 m.kr.
              417     Hjúkrunarheimilið Naust, Þórshöfn.
                       1.01
Hjúkrunarrými.          1,0 m.kr.
              418     Seljahlíð, Reykjavík.
                       1.01
Hjúkrunarrými.          11,2 m.kr.
              424     Dvalarheimili aldraðra Borgarnesi.
                       1.01
Hjúkrunarrými.          5,0 m.kr.
              425     Dvalarheimili aldraðra Stykkishólmi.
                       1.01
Hjúkrunarrými.          2,0 m.kr.
              427     Jaðar, Ólafsvík.
                       1.01
Hjúkrunarrými.          2,0 m.kr.
               429    Barmahlíð, Reykhólum.
                       1.01
Hjúkrunarrými.          1,0 m.kr.
              433     Dalbær, Dalvík.
                       1.01
Hjúkrunarrými.          9,6 m.kr.
              434     Samningur við Akureyrarbæ um öldrunarþjónustu.
                       1.01
Hjúkrunarrými.          21,0 m.kr.
              436     Uppsalir, Fáskrúðsfirði.
                       1.01
Hjúkrunarrými.          5,0 m.kr.
              438     Klausturhólar, Kirkjubæjarklaustri.
                       1.01
Hjúkrunarrými.          1,0 m.kr.
              440     Kumbaravogur, Stokkseyri.
                       1.01
Hjúkrunarrými.          13,8 m.kr.
              441     Ás/Ásbyrgi, Hveragerði.
                       1.01
Hjúkrunarrými.          2,3 m.kr.
              442     Hraunbúðir, Vestmannaeyjum.
                       1.01
Hjúkrunarrými.          5,0 m.kr.
              444     Vífilsstaðir, Garðabæ.
                       1.01
Hjúkrunarrými.          8,3 m.kr.

491
     Reykjalundur, Mosfellsbæ.
        1.10
Reykjalundur, Mosfellsbæ. Gerð er tillaga um 60 m.kr. aukafjárveitingu vegna uppsafnaðs halla á rekstri stofnunarinnar.
700     Heilbrigðisstofnanir.
        1.01
Almennur rekstur. Gerð er tillaga um 10 m.kr. hækkun á liðnum og kemur fjárhæðin til viðbótar 250 m.kr. framlagi sem lagt var til við 2. umræðu. Skipting fjárhæðarinnar, 260 m.kr., er sýnd í sérstökum yfirlitum III í breytingartillögum meiri hlutans.

09 Fjármálaráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild fjármálaráðuneytis verði aukin um 1.170 m.kr.
985     Rekstur fyrrum varnarsvæða við Keflavíkurflugvöll.
        6.21
Stofnkostnaður. Gert er ráð fyrir að kostnaður í tengslum við sölu eigna á fyrrum varnarsvæði við Keflavíkurflugvöll nemi 1.170 m.kr. á árinu 2007. Þar er aðallega um að ræða útgjöld í tengslum við lagfæringar og breytingar á fasteignum til að koma þeim í söluhæfara ástand. Áætlað er að verðmæti seldra eigna á þessu ári nemi um 15,7 milljörðum kr., eins og gert er ráð fyrir í breytingu á tekjuhlið frumvarpsins, en samkvæmt samningum greiðist það á fjórum árum og er reiknað með að greiðslurnar á árinu 2007 verði 3,5 milljarðar kr. Alls er áætlað að heildarsöluandvirði eignanna geti orðið allt að 18 milljarðar kr. þegar umbreytingu svæðisins verður lokið á næstu 3–4 árum en að kostnaður við lagfæringar eigna og hreinsun á svæðinu geti orðið um helmingur af því. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar annast um þróun, umsjón og ráðstöfun eigna á svæðinu með það að markmiði að koma eignunum sem fyrst í hagfelld borgaraleg not.

10 Samgönguráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild samgönguráðuneytis verði aukin um 29,1 m.kr.
471     Flugmálastjórn Íslands.
        1.01
Flugmálastjórn Íslands. Gerð er tillaga um 17,1 m.kr. framlag vegna aukins kostnaðar við leiguhúsnæði. Húsnæðismál stofnunarinnar voru leyst með því að gera viðbótarleigusamning við leigusala sem gilti frá 1. apríl 2007.
                  Jafnframt er gerð tillaga um 12 m.kr. framlag vegna kostnaðar við eftirlit með flugvernd á alþjóðaflugvöllum.

11 Iðnaðarráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild iðnaðarráðuneytis verði aukin um 55 m.kr.
373     Niðurgreiðslur á húshitun.
        1.11
Niðurgreiðslur á hitun íbúðarhúsnæðis. Gerð er tillaga um 55 m.kr. aukafjárveitingu til stofnkostnaðar hitaveitna, sbr. reglugerð nr. 284/2005 sem byggist á heimild í lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar, nr. 78/2002.

    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þeim breytingum sem skýrðar hafa verið hér að framan og gerð er tillaga um í sérstökum þingskjölum.

Alþingi, 5. des. 2007.

Gunnar Svavarsson,


form., frsm.


Kristján Þór Júlíusson.


Ásta Möller     .



Birgir Ármannsson.


Lúðvík Bergvinsson.


Guðbjartur Hannesson.



Sigurður Kári Kristjánsson.


Árni Johnsen.



Fylgiskjal.



Framhaldsálit



um 1. gr. frv. til fjárlaga fyrir árið 2008, sbr. sundurliðun 1, og áhrif skattalagabreytinga á tekjur ríkissjóðs.

Frá meiri hluta efnahags- og skattanefndar.



    Hinn 22. nóvember 2007 barst efnahags- og skattanefnd erindi frá formanni fjárlaganefndar þar sem óskað var eftir framhaldsáliti í tengslum við tekjugrein fjárlagafrumvarpsins, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis.
    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Þórhall Arason frá fjármálaráðuneyti og Magnús Gunnarsson og Kjartan Eiríksson frá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar ehf.
    Erindi formanns fjárlaganefndar fylgdu tvö bréf fjármálaráðuneytisins til fjárlaganefndar, annað dagsett 16. nóvember 2007 en hitt 21. nóvember 2007. Með þeim fylgdi yfirlit yfir helstu breytingar á tekjuhlið frumvarps til fjárlaga fyrir 2008 og frumvarps til fjáraukalaga fyrir 2007 sem ráðuneytið lagði til við fjárlaganefnd við 2. umræðu. Meginhluta þessara breytinga má rekja til sölu eigna á fyrrum varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll og takmarkaði efnahags- og skattanefnd því umfjöllun sína við þann þátt breytinganna.
    Í áætlun fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir að tekjur í fjáraukalagafrumvarpi þessa árs muni hækka um 21,9 milljarða kr. og þar af nemi tekjur af sölu eigna á fyrrum varnarsvæðinu um 13,7 milljörðum kr. Jafnframt er gert ráð fyrir að í fjárlagafrumvarpi næsta árs muni tekjur hækka um 12 milljarða kr. og þar af nemi tekjur af umræddri sölu um 4 milljörðum kr.
    Þar sem fjárlaganefnd hefur látið áhrif tekna af umræddri sölu liggja á milli hluta við 2. umræðu um bæði frumvörpin ber að skoða álit nefndarinnar sem innlegg í 3. umræðu.
    Forsvarsmenn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf. komu fyrir nefndina og gerðu grein fyrir starfsemi félagsins. Áliti þessu fylgir umsögn sem þeir lögðu fram að beiðni nefndarinnar.
    Gunnar Svavarsson og Katrín Jakobsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 4. des. 2007.

Pétur H. Blöndal, form., frsm.
Ellert B. Schram.
Magnús Stefánsson.
Ragnheiður E. Árnadóttir.
Lúðvík Bergvinsson.
Arnbjörg Sveinsdóttir.


Fskj.

KADECO, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar:
Greinargerð vegna fundar með efnahags- og skattanefnd.
(26. nóvember 2007.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.