Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 321. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 502  —  321. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um Sundabraut.

Frá Árna Þór Sigurðssyni.



     1.      Hvenær má búast við að endanleg lega Sundabrautar verði ákveðin?
     2.      Er ráðherra sammála mati borgaryfirvalda um að jarðgöng séu ákjósanlegasti valkostur hvað legu brautarinnar áhrærir?
     3.      Hvenær má búast við að framkvæmdir hefjist við verkefnið?
     4.      Hvaða stefnu hefur ráðherra um fjármögnun verkefnisins? Mun hann tryggja jafnt aðgengi allra vegfarenda um veginn eða hyggst hann leggja til upptöku veggjalda?