Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 91. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 540  —  91. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 116 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 14. des.)



1. gr.


     Ákvæði til bráðabirgða II í lögunum orðast svo:
    Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 21. gr. skal við ákvörðun veiðigjalds miða við 4,8% í stað 9,5% fiskveiðiárin 2007/2008 og 2008/2009.
    Á fiskveiðiárunum 2007/2008 og 2008/2009 skal ekki innheimta veiðigjald vegna úthlutunar veiðiheimilda í þorski. Fiskistofa skal endurgreiða veiðigjald sem innheimt hefur verið á fiskveiðiárinu 2007/2008 vegna úthlutunar í þorski og ofgreitt veiðigjald vegna úthlutunar í öðrum tegundum sem þegar hefur verið innheimt. Skiptist veiðigjaldið á fleiri gjalddaga, sbr. 1. mgr. 23. gr., skal ofgreitt gjald koma til frádráttar á næsta gjalddaga.

2. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða IV í lögunum:
     a.      Í stað orðanna „og 2007/2008“ í 1. mgr. og 2. málsl. 2. mgr. kemur: 2007/2008 og 2008/2009.
     b.      Í stað orðanna „og 2008“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: 2008 og 2009.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.