Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 406. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 657  —  406. mál.




Fyrirspurn



til félags- og tryggingamálaráðherra um þjónustusamninga um málefni fatlaðra.

Frá Atla Gíslasyni.



     1.      Hvað veldur því að þjónustusamningur milli ríkisins og Vestmannaeyjabæjar um málefni fatlaðra sem rann út árið 2006 hefur ekki enn verið endurnýjaður? Hver er staða viðræðna um endurnýjun samningsins?
     2.      Hversu margir þjónustusamningar ríkis við sveitarfélög um málefni fatlaðra bíða endurnýjunar og við hvaða sveitarfélög?