Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 407. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 658  —  407. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um útflutning á óunnum fiski.

Frá Atla Gíslasyni.



     1.      Hversu mikið var flutt út af óunnum fiski árin 2005, 2006 og 2007 og hver stór hluti þess afla var fluttur út óvigtaður?
     2.      Hefur útflutningur á óunnum fiski aukist frá haustdögum 2007 þegar útflutningsálag var fellt niður og ef svo er, hversu mikið?
     3.      Er ráðherra tilbúinn að beita sér fyrir því að allur fiskafli sem ekki er unninn af handhöfum aflahlutdeildar fari á markað innan lands þannig að innlendir fiskverkendur sitji við sama borð og erlendir fiskverkendur og gefist ætíð kostur á að bjóða í hráefnið? Ef ekki, hvaða aðrar ráðstafanir telur ráðherra þá koma til greina til að bæta aðgengi innlendra fiskverkenda að hráefni?