Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 419. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 672  —  419. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um gjaldtöku tannlækna.

Frá Árna Johnsen.



     1.      Hvernig er háttað gjaldtöku tannlækna fyrir þjónustu sem Tryggingastofnun tekur þátt í og hvað er um miklar fjárhæðir að ræða á ári?
     2.      Er allt að 140% munur á gjaldskrá tannlækna samkvæmt reikningum til Tryggingastofnunar?
     3.      Er unnið að því að fá þessa þjónustu á samningsverði fyrir Tryggingastofnun?
     4.      Telur ráðherra eðlilegt að fólk þurfi að leita tilboða hjá tannlæknum vegna mikils munar á gjaldskrám þeirra?