Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 423. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 676  —  423. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um áhrif af samdrætti í þorskveiðum.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



     1.      Hvenær áætlar ráðherra að leyfður þorskafli á einu fiskveiðiári hafi aftur náð a.m.k. 190 þúsund tonnum miðað við þær forsendur sem núverandi ákvörðun um 130 þúsund tonn byggist á?
     2.      Hver verður þróunin að mati ráðherra varðandi samþjöppun veiðiheimilda á samdráttartímabilinu?
     3.      Hvað telur ráðherra að skaði Íslendinga verði mikill vegna tapaðrar hlutdeildar á erlendum mörkuðum?